Description
Ísbjarnarpanikk er skemmtilegt spil, sambland af minnisspili og tvennu – leggið öll spilin á hvolf á borðið, hver leikmaður snýr einu spili upp þar til einhver leikmanna sér eins sjávardýr, þá skiptir máli hver er fyrstur að slá höndum á þau spil sem hafa samstæðu og fær leikmaður þá slaginn. Ef tveir leikmenn ná hönd á sitthvort spilið fá þeir sitt spilið hvor.
Ef eskimói birtist þá fær sá sem sneri honum upp að halda því spjaldi en öllum spjöldum sem hafði áður verið snúið upp þarf að snúa aftur niður og halda svo áfram.
Ef ísbjörn birtist á spjaldi sem er snúið er spilið búið og sá sem er með flest spjöld vinnur.
Spilið hlaut brons verðlaun á verðlaunahátíðinni „Imagination Gaming Awards“