Skilmálar og persónuvernd

Almennt

Aðgangur og notkun vefverslunar Iceport ehf. á www.verslun.iceport.is er háð eftirfarandi skilmálum. Ef þú pantar vörur úr þessari vefverslun þá samþykkir þú þessa skilmála, vinsamlegast lestu skilmálana vandlega þar sem þeir innihalda mikilvægar upplýsingar.

Vefverslun Iceport selur fjölbreyttar vörur, m.a. raftæki, fylgihluti, hönnunarvöru o.fl.

Við bjóðum fría sending á næsta pósthús ef pantað er fyrir meira en 10.000 kr. en allar pantanir undir því verði bera 1.490 kr. sendingargjald á næsta pósthús eða 2.490.- sendingargjald heim að dyrum.

Þú velur vöru, setur í körfu, velur greiðslufyrirkomulag og pöntunin er afgreidd um leið og greiðsla hefur borist. Í kjölfarið færðu kvittun fyrir vörukaupunum í tölvupósti og þar með er kominn á samningur á milli þín og Iceport ehf.

Ef vara er uppseld verður haft samband við þig og þér boðin önnur vara eða full endurgreiðsla.

Það tekur í flestum tilvikum 1-3 daga að fá vöruna í hendurnar eftir að pöntun er móttekin, pantanir eru ekki sendar út um helgar og ekki er boðið upp á að sækja vörur til okkar.

Upplýsingar um seljanda

Seljandi er Iceport ehf., Hulduhlíð 26, 270 Mosfellsbæ, kt. 420420-0720, VSK númer 137505.

Verð

Öll verð í vefverslun eru í íslenskum krónum (ISK) og bera 24% virðisaukaskatt (VSK) að undanskildum reiðhjólum sem bera engan virðisaukaskatt. Athugið að verð og upplýsingar í vefverslun geta breyst án fyrirvara, vegna rangra verðupplýsinga eða prentvillna.

Afsláttar- og kynningarkóðar

Seljandi getur boðið tímabundinn afslátt eða kynningarverð með eða án kóða og ekki er hægt að bæta afslætti við eftir að pöntun hefur verið greidd, því þarf að tryggja að allar slíkar upplýsingar séu skráðar áður en pöntun er staðfest og greidd.

Sérstakir kynningarafslættir eða afsláttarkóðar gilda ekki með öðrum tilboðum nema annað sé skýrt tekið fram og áskiljum við okkur rétt til að ógilda pöntun viðskiptavinar ef um misnotkun á slíkum afslætti kemur í ljós.

Greiðslumöguleikar

Boðið er upp á marga greiðslumöguleika

Með millifærslu á reikning okkar nr. 0133-26-201518 – kt: 420420-0720

Með kortagreiðslu Valitor

Með Netgíró.

Skilafrestur og endurgreiðsluréttur

Kaupandi getur skilað vöru innan 30 daga frá afhendingu gegn fullri endurgreiðslu óski hann þess, þetta er þó háð því að:

  • vara sé í upprunalegu ástandi ásamt umbúðum
  • allir fylgihlutir fylgi vörunni við skilin
  • greiðslukvittun fylgi skilunum

Ekki er skilyrði að varan sé ónotuð en seljandi áskilur sér þó rétt til sannreyna að varan sé í lagi ásamt því að áskilja sér rétt til að koma í veg fyrir misnotkun á skilareglum þessum.

Endursenda má vöru ásamt því sem að ofan er talið til Iceport ehf., Hulduhlíð 26, 270 Mosfellsbæ. Endursending vöru er á ábyrgð og kostnað kaupanda nema hann hafi fengið ranga, gallaða eða skemmda vöru afhenta.

Að öðru leyti vísast til laga um húsgöngu- og fjarsölusamninga nr. 46/2000 og laga um neytendakaup nr. 48/2003.

Gallamál

Ef kaupandi fær afhenta ranga, gallaða eða skemmda vöru þá bætir seljandi slíkt án endurgjalds með því að skipta út viðkomandi vöru fyrir nýja eins eða sambærilega.

Til að tilkynna um gallamál skal senda tölvupóst með lýsingu á vandamálinu á netfangið iceport@iceport.is og verður slíkum ábendingum svarað eins fljótt og auðið er.

Tilkynning á gallaðri vöru verður að vera innan tveggja ára frá móttöku vörunnar sbr. 2.mgr. 27.gr. laga nr. 48/2003 um neytendakaup.

Trúnaður

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem að hann gefur upp í tengslum við viðskiptin.

Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.

Iceport ehf. skuldbindur sig til að meðhöndla allar persónuupplýsingar í samræmi við gildandi lög nr. 90/2018 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.

Varnarþing

Íslensk lög gilda um skilmála þessa, allan ágreining um framkvæmd þeirra skulu Iceport ehf. og viðskiptavinur leitast við að leysa með samkomulagi. Ef ekki næst samkomulag skulu ágreiningsmál rekin fyrir íslenskum dómstólum.

Hafa samband

Velkomið er að hafa samband í gegnum netfangið iceport@iceport.is eða í síma 793-2020 ef einhverjar spurningar vakna.

Gildistími skilmála

Komi til breytinga á skilmálum þessum verður dagsetningu hér að neðan breytt.

Skilmálum var síðast breytt 11.12.2023