Carl Oscar - Nestisbox, brúsar og fleira

Litríkar og snjallar sænskar hönnunarvörur fyrir börn og fullorðna sem kjósa að taka með sér nesti að heiman. Carl-Oscar var stofnað árið 2009 af hjónunum Anniku og Niclas. Nafn vörumerkisins er samsett úr nöfnum sona þeirra Carl og Oscar. Frábært úrval af vörum sem einfalda að nesta börn og fullorðna upp í daginn á einfaldan og þægilegan máta.