Description
Þessi stílhreinu þráðlausu heyrnartól eru með mjúkum breiðum púðum sem sitja vel á eyrum. Innbyggður hljóðnemi sem gerir þér t.d. kleift að tala handfrjáls í símann. Á hægri hlustinni eru takkar til að svara í símann, hækka/lækka, stilla á „play/pause“ og sér takki fyrir dýpri bassa. Innbyggð hleðslurafhlaða sem endist í allt að 17 tíma.